• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
Um J&M


Jón og Margeir var stofnað árið 1992 af þeim feðgum Jóni Gunnari og Margeir. Margeir hafði verið með bíl í rekstri síðan 1970 og keypti sinn fyrsta Volvo FB 86 um áramótin ´73 og ´74 og hefur átt Volvo síðan, alls 12 stk.


Starfssemi Jóns og Margeirs hófst með aðeins einum kassabíl en hefur farið ört vaxandi síðan. Nú eru bílarnir orðnir 14 talsins í hinum ýmsum útfærslum svo sem 4 Volvo FH 16 660, 2 Volvo FH 16 610, og 3 Volvo FH 12 500, 2 Kranabílar 3 Kassabílar, einnig eigum við 4 frystivagna, 2 gámalyftur, 3 malavagna, 2 gámagrindur, 4 beislisvagna og flatvagn.

Flutningar Jóns og Margeirs eru gámaflutningar á frosnum og ferskum fiski milli Grindavíkur og Reykjavíkur og eru gámarnir ca 150-200 á mánuði

Einnig sjáum við um allan akstur á fiski fyrir útgerðafyrirtæki í Grindavík. Þessum fiski er ekið frá Grindavík til Djúpavogs og Þingeyrar sem er um 1200 km leið.


Leiðin Grindavík Þingeyri er sú erfiðasta á landinu vegna margra fjallvega, og koma því hinir öflugu Volvo FH 16 660 sér vel á þeirri leið .

Kranavinnu sjáum við um fyrir útgerðafyrirtæki í Grindavík ásamt byggingarverktökum og fleyrum.

Einnig sjáum við um malbikskeyrslu fyrir Hlaðbæ Colas og höfum gert síðan 1992 .

Verkstæðishúsnæðið var byggt árið 2002 þar er gert við allt sem hægt er bæði bíla og tæki þar á meðal byggt yfir 2 kranabíla og er verið að byggja á þennan sem hér er inni núna og er hann af gerðinni Volvo FH 16 540, á þennan bíl fer Hiab 477 krani ásamt palli og dráttarstól einnig fáum við annan kranabíl í júni sem er Volvo FH 16 540 og á þann bíl fer Hiab 1055 og er byggt á hann hjá Tyllis í Finnlandi og kemur hann tilbúinn til Íslands .

Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er 15 og þar af ein kona sem sér um gámaskstur Jóns og Margeirs

 

In English


Jón og Margeir
Seljabót 12
240 Grindavík
Sími: 426 8900
Fax: 426 8901