Eftir þónokkur ár fannst okkur tími til kominn að færa heimasíðuna okkar til nútímans. Heimasíðan er því uppfærð og höfum við fært inn á hana upplýsingar um okkur og þá starfsemi sem Jón og Margeir ehf. er með í dag. Enn er unnið að því að fínpússa hana en við stefnum að því að hún verði framvegis uppfærð reglulega með fréttum og myndum úr starfsemi okkar. Einnig ætlum við að gefa okkur tíma til þess að hlaða hingað inn gömlum myndum, svo við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með. 

Skúli B. Sigurðsson sá um uppsetningu síðunnar ásamt Lindu Björk Gunnarsdóttur sem útvegaði myndir og upplýsingar.