Flutningar
Jón og Margeir sérhæfa sig í stærri flutningum og heilförmum og höfum við átt afar farsælt samstarf við okkar viðskiptavini undanfarin ár og áratugi. Við höfum séð um akstur á ferskum fiski til vinnslu hvaðanæva af landinu fyrir útgerðarfyrirtækin í okkar heimabæ, Vísir hf., Þorbjörn hf., og Gjögur hf., ásamt því að koma ferskum og frosnum fiski til skipafélaga og flugfélaga til útflutnings. Einnig sjáum við um gámaflutninga fyrir viðskiptavini okkar á milli Reykjavíkur og Suðurnesja, en þeir eru um 150- 200 talsins í hverjum mánuði.
Við tökum einnig að okkur stærri flutninga og eigum til þess öflugan lengjanlegan vélaflutningavagn og flatvagna. Flutningar á vinnuvélum af öllum stærðum, stöðuhýsum, sumarbústöðum, stál- og burðarbitum fyrir stærri mannvirki, borholuflöskum og spennistöðvum fyrir HS Orku hf., malbikunarvélum- og stöðvum eru meðal þeirra fjölbreyttu og spennandi verkefna sem við höfum
tekið að okkur. Auk þessa höfum við ekið malbiki fyrir Hlaðbæ-Colas hf. síðan árið 1992 og eigum til þess einangraða sturtuvagna sem viðhalda réttu hitastigi malbiksins fyrir lagningu þess.