Undanfarin ár hafa Jón og Margeir ehf. unnið markvisst að því að efla starfsemi sína í jarðvinnu og hafa öðlast gott orðspor á því sviði. Við erum með nýlegar og vel útbúnar vinnuvélar af ýmsum stærðum og gerðum og höfum því getu til þess að taka að okkur stór sem smá verkefni. Má þar helst nefna tvær stórvirkar beltavélar, hjólavél, valtara og smágröfu auk malarflutningavagna og bíla sem til þessa verka þurfa aukalega.

Við höfum til að mynda tekið að okkur:

  • Gatnagerð fyrir sveitarfélög
  • Uppúrtekt og jarðvegsskipti fyrir mannvirki
  • Almenna vegavinnu
  • Gerð göngustíga og lóðafrágang
  • Undirbúning jarðvegs fyrir lagningu malbiks
  • Gröftur fyrir vatns- og rafmagnslögnum
  • Jarðvegsskipti fyrir innkeyrslur og bílaplön
  • Uppúrtekt og gerð undirlags fyrir sólpalla
  • Snjómokstur á götum og bílaplönum