Jón og Margeir ehf. opnuðu nýverið dekkjaverkstæði á verkstæði sínu að Seljabót 12 í Grindavík.

Við tökum að okkur almennar dekkjaviðgerðir, dekkjaskipti, umfelganir og jafnvægisstillingar en þar eru tvær bílalyftur og allar þær vélar sem þarf til þess að geta þjónustað allar gerðir tækja frá fólksbílum til jeppa, flutningabíla, lyftara, vélhjól og ferðavagna. Við erum með dekk í öllum stærðum og gerðum í öllum verðflokkum. Til að mynda erum við með Michelin, GoodYear, Sava, Cooper, Hankook og Westlake á lager hjá okkur og útvegum aðrar stærðir eða gerðir eftir óskum viðskiptavina innan sólarhrings.

Við kappkostum að bjóða sambærileg verð og í nágranna sveitarfélögum og því er engin afsökun fyrir að versla ekki í heimabyggð.

Við bjóðum uppá: 

  • Dekkjaskipti
  • Umfelganir
  • Almennar dekkjaviðgerðir
  • Jafnvægisstillingar

Loftpressa dekkja

Mikilvægt er að rétt loftpressa sé í dekkjunum þegar ekið er um því annars slitna dekkinn “vitlaust” og öllu mikilvægara er það akstursöryggi sem fylgir því þegar dekkjapressa sér rétt.

 

Enn hvar finn ég rétta loftpressu fyrir minn bíl?
Oftast er límmiði í hurðagati ökumannsmegin sem segir þér hvaða loftpressa á að vera í dekkjunum. Þar er einnig hægt að sjá stærð dekkja fyrir bílinn.


Stærðina á dekkinu og útskýring

Tímabil nagladekkja á Íslandi

Löglegt tímabil fyrir nagladekk er 1. nóvember til 14. apríl ár hvert. 

Sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímarammans hér að ofan  er 80.000 krónur (20 þús á hvert dekk) 

Hafa skal í huga að samkvæmt lögum ber ökumaður ábyrgð á því að aka um á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni óháð árstíðum. 

Spurningar? Hafið samband!

Þú getur greitt með Netgíró hjá okkur